*

Mánudagur, 13. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Allt að verða klárt fyrir Evrópumótið í hópfimleikum | Myndband

Mynd: Fimleikasamband Íslands.

Mynd: Fimleikasamband Íslands.

Evrópumeistaramótið í hópfimleikum hefst hér á landi á miðvikudag og stendur fram á laugardag. Mótið fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum en nú hefur henni verið breytt í fimleikahöll.

Búið er að setja upp stúku sem tekur 4.000  manns í sæti en um er að ræða einn stærsta innanhús íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið hér á landi. Umgjörðin er eftir því eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.