*

Föstudagur, 3. október 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Gunnar Nelson: Þetta verður mitt kvöld

NelsonvsUFC kapparnir Gunnar Nelson og Rick Story voru í dag viktaðir fyrir bardaga þeirra í Stokkhólmi á morgun. Báðir stóðust þeir vigtunina og voru í kringum 170 pund að þyngd.

Þeir voru svo spurðir út í bardagann fyrst talaði Rick Story um að hann ætlaði sér að verða sá fyrsti til þess að sigra Gunnar í hringnum en okkar maður svaraði því af sinni klassísku ró:

„Það hafa margir kappar sagt þetta áður en það breytir engu. Þetta verður samt mitt kvöld og ég ætla að standa uppi sem sigurvegari."