*

Þriðjudagur, 30. september 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Gunnar Nelson talinn sigurstranglegri af veðbönkum

Gunnar NelsonEins og flestir Íslendingar vita væntanlega mun Gunnar Nelson mæta Rick Story í UFC bardaga í Stokkhólmi næsta laugardag.

Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins og bíður UFC heimurinn spenntur eftir því að kapparnir stigi í hringinn. Veðbankar virðast ekki síður spenntir fyrir bardaganum og þar eru flestir á því að okkar maður sé sigurstranglegri en Rick Story.

Gunnar er mættur til Stokkhólms þar sem hann undirbýr sig nú fyrir laugardagskvöldið. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð2Sport og útsendingin hefst klukkan 19:00.