*

Þriðjudagur, 30. september 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Gunnar Nelson berst um helgina | Myndband

UFC on Fuel TV: Johnson v NelsonBardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í UFC hringinn þegar hann mætir Rick Story á bardagakvöldi í Stokkhólmi á laugardag.

MMA fréttir birtu í gær myndband þar sem farið er yfir seinustu bardaga kappans og viðtal tekið við Gunnar. Eins og venjulega virðist Gunnar allur hinn rólegasti í aðdraganda bardagans enda virðist sem ekkert geti komið okkar manni úr jafnvægi. Upphitun MMA frétta fyrir bardagann á laugardag má sjá hér að neðan.