*

Laugardagur, 11. ágúst 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

ÓL | Úrslitin í knattspyrnu ráðast í dag

Mynd: Nordic Photos

Í dag mætast Brasilía og Mexíkó í úrslitum Ólympíuleikanna í knattspyrnu en leikurinn fer fram á Wembley.

Bæði lið báru sigur úr bytum í sínum riðli. Brassar fóru áfram með fullt hús stiga eftir sigra gegn Egyptum, Hvít-Rússum og Nýja Sjálandi en Mexíkó vann Gabon og Sviss auk þess sem liðið gerði jafntefli við Suður Kóreu. Í átta liða úrslitum hafði Mexíkó svo getur gegn Senegal á meðan Brasilía vann nauman sigur á Hondúras. Brassarnir sigruðu svo Suður Kóreumenn í undanúrslitum en Mexíkó lagði Japan.

Mexíkó leikur til úrslita á Ólympíuleikunum í fyrsta skipti en Brassar reyna við gullið í fjórða skipti. Ólympíugullið er raunar eini titilinn sem brasilíska liðinu hefur ekki tekist að hampa en þeir eru vongóðir um að breyta því í dag. Liðið lék til úrslita við Argentínu í Peking fyrir fjórum árum en tapaði þá með þremur mörkum gegn engu. Liðið tapaði einnig úrslitunum gegn Frökkum árið 1984 og Sovétmönnum fjórum árum seinna.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.