*

Laugardagur, 11. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

ÓL 2012 | Kári hleypur maraþon í fyrramálið

Mynd: Úr einkasafni

Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari keppir loksins á leikunum í fyrramálið, sumsé að morgni síðasta keppnisdags. Hlaupið hefst kl. 10:00 og eru 105 hlauparar skráðir til leiks.

Kári hefur gefið það út að hann vilji vera meðal 30 efstu í keppninni en hann er nýbyrjaður að keppa í þessari vegalengd og því er allt í tengslum við hlaup morgundagsins nokkuð framandi fyrir okkar mann.

Hann er hins vegar keppnismaður mikill og stefnir langt í því sem hann gerir. Við óskum honum alls hins besta í okkar síðustu grein á þessum frábæru Ólympíuleikum og vonandi tekst honum ætlunarverk sitt.

Hlaupið hefst sem fyrr segir, kl. 10:00.

Áfram Kári, áfram Ísland!