*

Laugardagur, 11. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

ÓL 2012 | Bandaríska 4×100 metra sveit kvenna setti heims- og Ólympíumet

Stúlkurnar sáttar með heimsmetið

Mynd: Nordic Photos

Bandaríska 4×100 metra hlaupasveit kvenna setti nýtt heims- og Ólympíumet í úrslitahlaupinu í gærkvöldi þegar bandarísku stúlkurnar tryggðu sér Ólympíugullið. Sveitin kom í mark á 40,82 sekúndum, 39 sekúndubrotum á undan sveit Jamaíka sem kom önnur í mark og þriðja sveitin í mark var sú úkraínska.

Bandarísku sveitina skipa Tianna Madison, Allyson Felix, Bianca Knight og Carmelita Jeter.

Bandaríska karlasveitin á möguleika á að fylgja þessum frábæra heimsmetsárangri eftir en þeir komu fyrstir í mark í undanriðli sínum í gærkvöldi á nýju landsmeti Bandaríkjanna, 37,38 sekúndum.

Heimsmet karlanna stendur í 37,04 sekúndum og Ólympíumetið er 37,10 sekúndur, bæði metin eru í eigu Jamaíku.