*

Laugardagur, 11. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

ÓL 2012 | Bandaríkin rúlluðu upp 4×400 metra hlaupi kvenna | Sovéska metið stendur enn óhaggað

Mynd: Nordic Photos

Eldsnöggu stúlkurnar DeeDee Trotter, Allyson Felix, Francena McCorory og Sanya Richards-Ross skipa 4×400 metra sveit Bandaríkjanna sem vann ansi öruggan sigur í greininni í dag, á næst síðasta keppnisdegi Ólympíuleikanna í London.

Sigurtíminn var 3:16,87 mínútur, rúmum þremur sekúndum á undan rússnesku sveitinni sem lenti í 2.sæti og rúmum fjórum sekúndum á undan sveit Jamaíka sem kom þriðja í mark.

4×400 metra hlaup kvenna er mögnuð grein fyrir þær sakir að heims- og Ólympíumet Sovétríkjanna, frá Ólympíuleikunum í Seúl 1988, stendur enn óhaggað 24 árum síðar en það er ansi óvanalegt í spretthlaupskeppnum nútímans, að þessi met standi svo lengi.