*

Laugardagur, 11. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

ÓL 2012 | Bandaríkin og Spánn leika til úrslita í körfuknattleik karla

Pau Gasol á góðri stundu í undanúrslitaleiknum

Mynd: Nordic Photos

Bandaríkin og Spánn leika til úrslita í körfuknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum þetta árið. Spánverjar sigruðu Rússa 67-59 þrátt fyrir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik, 31-20.

Spánn 67-59 Rússland (20-31)

Það leit ekki út fyrir góðan endi hjá Spánverjum í þessari viðureign í fyrri hálfleik sem var algjörlega eign Rússanna. En taflið snérist algjörlega við í síðari hálfleiknum og Spánverjar tóku öll völd í 3.leikhlutanum. Þann leikhluta unnu þeir 26-15 og eftir það var ekki aftur snúið. Góður 8 stiga sigur staðreynd. Stigahæstir í liði Rússa voru Kaun með 14 stig og svo Ponkrashov og Kirilenko sem settu 10 stig hvor. Í sigurliði Spánverja var Lakers hetjan Gasol stigahæstur með 16 stig, Calderon setti 14 stig og Fernandez skoraði 11 stig.

Bandaríkin 109-83 Argentína (47-40)

Í þessari viðureign var aldrei nein sérstök spurning um það hvort liðið færi áfram í úrslitaleikinn þrátt fyrir lítinn mun á liðunum í hálfleik þegar staðan var 47-40. NBA-hetjurnar gíruðu sig í gang og unnu síðari hálfleikinn sannfærandi. San Antonio leikmaðurinn Ginobili fór fyrir sínum mönnum og skoraði 18 stig í leiknum. Næstir á eftir í liði Argentínu voru Scola og Delfino, báðir með 15 stig. Bandaríska liðið átti í heildina mjög góðan leik en stigahæstir voru Kevin Durant með 19 stig og hógværu félagarnir Lebron James og Carmelo Anthony settu 18 stig hvor.

Úrslitaleikur körfuknattleiks karla, sunnudaginn 12.ágúst
14:00 Bandaríkin Spánn

Bronsleikur körfuknattleiks karla, sunnudaginn 12.ágúst
10:00 Rússland-Argentína