*

Laugardagur, 11. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Golf | Ólafur Björn og Kristján Þór úr leik á EM

Mynd: iGolf.is

Ólafur Björn Loftsson, úr NK og Kristján Þór Einarsson, úr GK, luku keppni á samtals 6 höggum yfir pari og eru úr leik á International European Amateur Championship mótinu á Írlandi. Þeir sem voru á 2 höggum yfir pari, eða betra skori, komust áfram í lokadaginn á mótinu.

Eins og fram kom í gær, komst Axel Bóasson áfram, en hann lék á 68 höggum í gær og er samtals á 3 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Mikið afrek hjá honum.

Ólafur Björn lék á 73 höggum í gær, 1 yfir pari og ljóst að þegar maður skoðar skorkortin hans þrjú að hann fór með þetta á fyrsta degi, lék þá á 77 höggum. Soldið skrýtinn hringur hjá honum í gær, fær fyrsta fuglinn á þriðju, svo koma sex skollar á níu holum og kemur svo tilbaka á síðustu holunum með 4 fugla á síðustu 6 holunum. Semsagt algjör rússíbani hjá honum.

Þetta var svipað hjá Kristjáni Þór, fullt af fuglum og fullt af skollum. Hann kom inn á sléttu pari með sex fugla og sex skolla á sínu skorkorti og líkt og Ólafur Björn sallar hann inn fugla á lokaholunum.

Greinilegt að báðir voru að spila sóknargolf í gær, en því miður fyrsti hringurinn hjá báðum dró þá niður í svaðið að þessu sinni.

En það verður spennandi að fylgjast með Axeli Bóassyni í dag.

Staðan.