*

Föstudagur, 10. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

ÓL 2012 | Svíþjóð og Ungverjaland hefja undanúrslitin | Frakkar og Króatar mætast

Svíarnir fagna vel gegn Dönum í síðasta leik

Mynd: Nordic Photos

Fyrri leikur dagsins er á milli Ungverja og Svía. Ungverjar lögðu Íslendinga að velli, eins og frægt er orðið, í tvíframlengdum leik í fyrradag, 34-33. Miðað við kröftugan sóknarleik þeirra í þeim leik þá ættu þeir að eiga góðan séns gegn Svíum í dag. Svíar komu mörgum á óvart með því að sigra Dani í 8-liða úrslitunum þó að Danir hafi reyndar aldrei sýnt sitt rétta andlit á þessu móti. Svíar unnu Dani í hörkuleik 24-22.

Síðari leikur undanúrslitanna er risaslagur á milli tveggja handboltastórvelda. Þetta munu vera Frakkar og Króatar. Frakkar töpuðu einum leik í riðlakeppninni, einmitt gegn Íslendingum, en hafa verið sterkir þess utan í keppninni og unnu Spánverja með marki á lokasekúndu 8-liða úrslitanna, 23-22. Króatar voru frábærir í riðlinum og virtust vera óstöðvandi. Þeir fengu smá bakslag á sig gegn Túnis í síðasta leik, sérstaklega á fyrstu 30 mínútunum. En þeir kláruðu þann leik örugglega 25-23.

Það er ljóst að öll þessi fjögur lið sem keppa í dag, leika til verðlauna á mótinu. Eitt lið fer með virkilega sárt ennið frá leikunum á meðan hin verða öll sátt, bara missátt.

Undanúrslit handknattleikskeppni karla, föstudaginn 10.ágúst 2012
16:00 Ungverjaland-Svíþjóð
19:30 Frakkland-Króatía