*

Föstudagur, 10. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

ÓL 2012 | Suður-Kórea vann sína fyrstu knattspyrnumedalíu

Mynd: Nordic Photos

Suður-Kórea vann í kvöld sín fyrstu Ólympíuverðlaun fyrir afrek á knattspyrnuvellinum. Karlalið Suður-Kóreu sigraði semsagt gott lið Japana í kvöld í leiknum um bronsverðlaun keppninnar. Lokatölur leiksins voru 2-0, Suður-Kóreu í hag.

Suður-Kórea 2 – 0 Japan
1-0 Chuyoung Park 38.mín.
2-0 Jacheol Koo 57.mín.

Mikið jafnræði var með liðunum og liðin sköpuðu sér svipað mörg færi þrátt fyrir að Japanir hafa verið örlítið meira með boltann. Fögnuður Suður-Kóreumanna var gífurlegur enda fyrstu verðlaun leikmanna liðsins á þessu frábæra íþróttamóti.