*

Þriðjudagur, 7. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

ÓL 2012 | 17 krónu afsláttur hjá ÓB-bensíni í dag eftir sigurinn á Bretum

Mynd: Nordic Photo

ÓB-bensín er með 17 krónu afslátt á bensíni í dag en íslenska handboltalandsliðið vann 17 marks sigur á Bretum í gær. ÓB-bensín ætlar að veita sama afslátt af eldsneyti og markamunur Íslands og andstæðingana er í leikjunum á Ólympíuleikunum. Það er því vonandi að strákarnir okkar hamri inn stórum sigrum svo hægt sé að fylla á bílanna á betra verði en gengur og gerist. Ef íslenska liðið slysast til að tapa leik þá hækkar samt ekki verðið.

ÓB-bensín ætlar að halda þessu fyrirkomulagi út alla keppnina og er það því hagur bílaeiganda að íslenska liðið vinni sem stærsta sigra. En til miðnættis í kvöld er þá 17 króna afsláttur og það er um að gera að nýta sér það í kreppunni.

Smelltu hérna til að sjá afsláttinn hverju sinni en einnig er hægt að taka þátt í skemmtilegum leik hjá ÓB á meðan á Ólympíuleikunum stendur.