*

Föstudagur, 3. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

ÓL 2012 | Þormóður Jónsson keppir í dag

Mynd: judo.is

Glímukappinn Þormóður Jónsson mætir ógnarsterkum andstæðingi í dag í 32-manna úrslitum júdókeppninnar á Ólympíuleikunum. Kappinn er brasilískur og heitir Rafael Silva.

Hann er meðal efstu manna heimslistans og því ljóst að verkefnið er býsna erfitt svona fyrirfram. En þegar viðureignin varð ljós var Þormóður bara brattur og klár í slaginn. Hann þarf að fara í gegnum þennan eins og aðra ef hann ætlar að ná árangri.

Viðureign Þormóðar Jónssonar og Rafael Silva verður áhugaverð og hefst hún kl. 08:58 í dag.