*

Laugardagur, 28. júlí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Golf | Öðrum degi lokið á Íslandsmótinu í höggleik

Mynd: GSÍ

Nú er tveimur hringjum af fjórum lokið á Íslandsmótinu í höggleik sem fer fram á Strandarvelli á Hellu. Allir bestu kylfingar landsins eru með á mótinu og því um mjög sterkan viðburð að ræða.

Sigmundur Einar Másson, sá geðþekki kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar leiðir mótið hjá körlunum en hann hefur leikið hringina tvo á samanlagt þremur höggum undir pari. Kristinn Óskarsson úr Golfklúbbi Suðurnesja kemur í humátt á eftir en hann er á tveimur höggum undir pari. Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili er einn í þriðja sætinu á einu höggi undir pari. Ólafur Björn Loftsson og Birgir Leifur Hafþórsson eru meðal sterkra kylfinga sem eru rétta á eftir efstu mönnum og eiga enn góðan möguleika á að koma sér í baráttuna fyrir lokahringinn sem leikinn verður á sunnudag.

Hjá stúlkunum leiða þær stöllur Anna Sólveig Snorradóttir, Golfklúbbnum Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni, en báðar hafa þær leikið á sex höggum yfir pari. Eygló Myrra Óskarsdóttir, Golfklúbbnum Oddi, kemur þar á eftir á átta höggum yfir pari, tveimur höggum á eftir Valdísi og Önnu.

Körlunum hefur nú verið fækkað niður í 78 kylfinga og  konunum í 18. Síðustu tveir dagarnir verða í opinni dagskrá hjá Stöð2Sport.

Efstu kylfingar í karlaflokki:
1. Sigmundur Einar Másson GKG 68-69=137 -3
2. Kristinn Óskarsson GS 69-69=138 -2
3. Rúnar Arnórsson GK 66-73=139 -1
4.-5. Axel Bóasson GK 74-66=140 par
4.-5. Þórður Rafn Gissurarson GR 68-72=140 par
6.-7. Haraldur Franklín Magnús GR 67-74=141 +1
6.-7. Andri Þór Björnsson GR 71-70=141 +1
8.-10. Magnús Lárusson GKJ 71-71=142 +2
8.-10. Örlygur Helgi Grímsson GV 69-73=142 +2
8.-10. Andri Már Óskarsson GHR 67-75=142 +2

Efstu kylfingar í kvennaflokki:
1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir GK 72-74=146 +6
1.-2. Valdís Þóra Jónsdóttir GL 71-75=146 +6
3. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 74-74=148 +8
4.-6. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 75-74=149 +9
4.-6. Sunna Víðisdóttir GR 73-76=149 +9
4.-6. Tinna Jóhannsdóttir GK 73-76=149 +9
7. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 75-75=150 +10
8.-9. Guðrún Pétursdóttir GR 72-79=151 +11
8.-9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 76-75=151 +11
10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 77-76=153 +13