*

Laugardagur, 28. júlí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

ÓL 2012 | Fyrsti opinberi keppnisdagurinn í London

Mynd: Nordic Photos

Í dag hefjast Ólympíuleikarnir af fullum krafti eftir afar glæsta opnunarhátíð gærkvöldsins. Fyrstu íslensku keppendurnir ríða á vaðið strax í dag og fjórir úr okkar röðum láta til sín taka strax í morgunsárið.

Anton Sveinn McKee keppir í undanriðli eitt í 400 metra fjórsundi kl. 09:00.

Sarah Blake Bateman keppir í undanriðli tvö í 100 metra flugsundi sem hefst kl. 09:34.

Jakob Jóhann Sveinsson syndir í undanriðli tvö í 100 metra bringusundi kl. 11:15.  

Ásgeir Sigurgeirsson keppir í fyrri grein sinni í dag, sem er loftskammbyssuskotfimi af 10 metra færi. Undanriðill hans hefst kl. 11:00.

Allir uppgefnir tímar eru íslenskir tímar og RÚV hefur beina útsendingu frá sundinu kl. 09:00.