*

Sunnudagur, 22. júlí 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Formúla 1 | Alonso sigraði í Þýskalandi

Mynd: Nordic Photos

Spænski ökuþórinn Fernando Alonso, sem keppur undir merkjum Ferrari, bar sigur úr býtum í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Hockenheim í Þýskalandi í dag.

Alonso hafði forystuna allt frá fyrsta hring í dag og er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Sebastian Vettel sem keppir fyrir Redbull varð annar í dag en hann gæti þó fengið refsingu fyrir að hafa brotið keppnisreglur í dag og mun því væntanlega falla niður í fimmta sæti.

Red Bull er hefur ennþá stórt forskot í keppni bílaframleiðanda en þeir hafa 238 stig,  61 stigi meira en Ferrari sem er í öðru sæti með 177 stig.