*

Sunnudagur, 15. júlí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Handbolti | U18 gerði jafntefli við Frakka

Mynd: Jónas Már

U18 ára karlalandsliðið í handknattleik spilaði í dag á móti Frökku í sínum þriðja og síðasta leik í riðlakeppninni í Evrópumótinu sem fer nú fram í Austurríki. Leikurinn endaði með jafntefli 28-28 en íslenska liðið náði að skora þrjú síðustu mörk leiksins en Frakkar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum eftir að íslenska liðið leiddi í hálfleik 16-15.

 

Markaskorarar Íslands: Janus Daði Smárason 8, Ólafur Ægir Ólafsson 5, Arnar Freyr Dagbjartsson 5, Starri Friðriksson 4, Stefán Darri Þórsson 4, Adam Baumruk 1 og Valdimar Sigurðsson 1.

Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 10 og Bjarki Snær Jónsson 4.

Þetta jafntefli þýða það að íslenska liðið endar í 3ja sæti í sínum riðli og fer því í keppni um 9-16.sæti í mótinu verða þar í riðli með Noregi, Tékklandi ásamt Frökku, en íslenska liðið tekur með sér úrslitin gegn Frökkum og eru því með 2 stig í þessum milliriðli.  Riðilinn mun fara fram í borginni Hard og þurfa því strákarnir að flytja sig um borg.  Fyrsti leikurinn í þessum riðli verður á móti Noregi á þriðjudaginn kl 14:00 að íslenskum tíma.