*

Þriðjudagur, 10. júlí 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

ÓL 2012 | Guðmundur búinn að tilkynna landsliðshópinn

Mynd: Hilmar Þór

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, hefur valið leikmannahópinn sem spila mun fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í handbolta sem hefjast síðar í þessum mánuði.

14 leikmenn eru í hópnum auk þess sem einn varamaður er valinn. Varamaður að þessu sinni er Ólafur Bjarki Ragnarsson. Guðmundur hafði áður valið 19 manna æfingahóp og því fjórir leikmenn sem sitja eftir heima. Það eru þeir Aron Rafn Eðvaldsson, Bjarki Már Elísson, Ólafur Gústafsson og Þórir Ólafsson.

Guðjón Valur Sigurðsson og Ingimundur Ingimundarson eru báðir í hópnum en þeir hafa undanfarið átt við meiðsli að stríða.

Markmenn:
Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg
Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Fuchse Berlin
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn
Ingimundur Ingimundarson, Fram
Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar
Ólafur I. Stefánsson, AG Köbenhavn
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Sverre Andreas Jakobsson, Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf
Varamaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK