*

Fimmtudagur, 5. júlí 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Formúla 1 | Varaökumaður missti auga í slysi

Mynd: Nordic Photos

Maria de Villota, varaökumaður fyrir Marussia liðið í formúlu 1 kappakstrinum missti annað augað á dögunum þegar hún lenti í árekstri við æfingaakstur í Bretlandi fyrr í vikunni.

De Villota, sem er fyrsta konan til þess að starfa sem ökumaður í formúlu 1 í tvo áratugi, klessti þá á flutningabíl en talið er að hún hafi verið á um það bil 200 km hraða þegar slysið varð.  Hún hlaut alvarleg meiðsl á höfði auk þess sem hún missti hægra augað og samkvæmt BBC er líðan hennar stöðug en alvarleg.