*

Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Þrír leikir í Olís-deild karla í kvöld – Lánlausir ÍR-ingar heimsækja Val

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Þrír leikir fara fram í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

Í fyrsta leik kvöldsins taka Framarar á móti Akureyri í Safamýrinni.

Valsmenn taka síðan á móti ÍR en Breiðhyltingar hafa einungis náð í eitt stig í seinustu tíu leikjum.

Þá taka Haukar á móti nýliðum Gróttu.

Kl. 19:00 Fram – Akureyri
Kl. 19:30 Valur – ÍR
kL. 19:30 Haukar – Grótta