*

Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Sverre: ,,Lýsandi dæmi fyrir liðið mitt"

sverrebkSverre Jakobsson, þjálfari Akureyringa, var ánægður með jafnteflið gegn Fram í kvöld. Hann ræddi við okkur eftir leikinn.

„Orðið karakter á við um liðið mitt í kvöld eins og það hefur gert allt tímabilið. Þetta er bara lýsandi dæmi fyrir hvað er að gerast í hópnum. Liðsheildin hefur haldið þrátt fyrir mótvinda," sagði Sverre eftir leikinn og bætti við.

„Við leggjum upp með það að fá sem mest út úr öllum leikjum og gefumst aldrei upp. Við höldum áfram og það er ekkert sjálfsagt mál."

Umdeilt atvik kom upp þegar hálf mínúta var eftir. Framarar stöðvuðu sókn Akureyringa sem vildu eðlilega fá víti. „Ég er ekki ekki bestur á bókina en ég held það og ég ætla að halda því fram áfram. Dómararnir verða að ræða það sín á milli og útklá málið. Við félagarnir getum verið sammála um að þetta hafi verið víti."

Að lokum ræddum við um næsta leik liðsins, gegn Stjörnunni í bikarnum. „Við eigum tvö skref eftir í höllina. Næst er það flott verkefni gegn Stjörnunni og við búum okkur undir hörkuleik. Að fara í höllina er frábær minning fyrir alla og það er gulrótin fyrir okkur."