*

Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Óskar Bjarni: Ætluðum að gera þetta með vistri – Þetta er til skammar

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum ósáttur eftir tap gegn ÍR í kvöld. Valsmenn voru undir allan leikinn og var sigur ÍR sanngjarn.

Hann segir ansi mikið hafa vantað í kvöld.

„Það vantaði ansi mikið uppá, sérstaklega hvernig við komum inn í leikinn, við héldum að það væri hægt að gera þetta með vinstri og ÍR-ingarnir voru bara góðir."

„Ég tek það ekki af ÍR-ingunum að þeir voru fínir og þeir áttu skilið að vinna."

ÍR-ingar höfðu ekki unnið leik síðan í september en samt sem áður áttu Valsmenn fá svör við þeirra leik.

„Það eiga allir að koma dýrvitlausir í þessari deild. Þegar þeir eru búnir að tapa einhverjum leikjum þá hljóta þeir að koma dýrvitlausir í eitthvað."

Óskar segir þetta hreinlega hafa verið til skammar.

„Undirbúningurinn í þessari viku var lélegur hjá mér og strákunum, þetta er til skammar."