*

Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Loksins unnu ÍR-ingar! – Plús og mínus úr Hlíðarenda

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Valsmenn fengu ÍR-inga í heimsókn í Vodafonehöllina í kvöld.

Ansi fátt hefur gengið hjá ÍR-ingum undanfarið en þeir hafa ekki unnið leik síðan í fjórðu umferð en þeir hafa leikið tíu leiki síðan þá.

Valsmönnum hefur hins vegar gengið vel og verið í toppbaráttunni alla leiktíðina og unnið alla leiki sína hingað til nema þrjá. Valur vann fyrri leik liðanna í Breiðholtinu 22-25.

Það voru hins vegar ÍR-ingar sem komu mikið mun sterkari til leiks og voru þeir yfir allan leikinn og unnu að lokum sanngjarnan 26-27 sigur.

Plúsar:

ÍR-ingar ætluðu greinilega að selja sig dýrt og komu mjög ákveðnir til leiks og komust í 5-1.

ÍR var með vörnina sína mjög framarlega og réðu Valsmenn illa við það.

Valsmenn komust hægt og rólega nær ÍR-ingum eftir vonda byrjun og náðu fyrst að jafna í stöðunni 9-9.

ÍR-ingar tóku sig þá á og komust aftur yfir og voru 10-14 yfir í hálfleik en mörg lið og þá sérstaklega lið sem hefur verið á slíkri niðurleið hefðu misst trúna og látið mótlætið fara með sig. ÍR-ingar fá plús fyrir að láta það ekki gerast.

ÍR vann handboltaleik!

Mínusar:

Valsmenn byrja enn og aftur ömurlega í leik, alls ekki í fyrsta skipti í vetur.

Orri Freyr Gíslason, línumaður Vals fékk alltof oft dæmda á sig ólöglega blokkeringu.

Það voru aðeins 13 mínútur eftir af leiknum þegar fyrsta markið kom af línunni og var þar að verki Orri Freyr en aðeins eitt mark leit dagsins ljós á línunni í öllum leiknum.