*

Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Hreiðar Levý: ,,Verðum brosandi í rútunni"

hreiðar levýMarkvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson var brattur eftir jafntefli Akureyringa gegn Fram í kvöld.

„Eftir þennan leik er hrikalega jákvætt að taka stig út úr þessum leik gegn frábæru Framliði. Við vorum undir allan seinni hálfleikinn og alltaf að elta. Þetta var karakter stig fyrir okkur," sagði Hreiðar eftir leikinn og hélt áfram.

„Þetta sýnir bara hvað býr í þessu liði og það er frábært."

Þá segist hann heilt yfir ánægður með spilamennsku liðsins.

„Þessi leikur var mjög góður að mörgu leyti. Sóknarleikurinn var mjög góður fyrstu tuttugu mínúturnar. Þetta var með betri leikjum sem við höfum spilað held ég."

Sjálfur stóð hann sig vel í markinu og varði 22 skot. „Þetta var fínt. Það eru auðvitað alltaf einhverjir boltar sem maður hefði vilja verja. Heilt yfir var þetta samt bara jákvætt."

Hann segir að rútuferðin norður verði betri með stig í farteskinu. „Það skiptir öllu máli. Við verðum brosandi í rútunni."