*

Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Guðlaugur: ,, Ég er hundsvekktur"

gulli arnarsGuðlaugur Arnarsson, þjálfarii Fram, var ósáttur við sína menn eftir jafnteflið gegn Akureyri í kvöld. Hann ræddi við Sport.is eftir leikinn.

„Ég er hundsvekktur með okkur í þessum leik. Við vorum komnir með góð tök á þeim en gáfum þeim svo færi á okkur og þeir tóku punkt af okkur," segir Guðlaugur og heldur áfram.

„Við vorum óskynsamir og að skjóta illa. Við vorum að spila okkur í gegn en þá var Hreiðar Levý að verja frá okkur."