*

Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Garðar ekki með Fram í kvöld – Fastur í baki

mynd: fram.is

mynd: fram.is

Garðar Sigurjónsson, leikmaður Fram, er ekki á meðal leikmanna liðsins í leiknum gegn Akureyri í kvöld.

Garðar festist í baki fyrir leikinn og getur af þeim sökum ekki spilað með liðinu.

Þessi öflugi línumaður hefur skorað 41 mark í leikjum liðsins í deildinni til þessa í vetur.

Fram er yfir í hálfleik, 15-13.