*

Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Arnar Birkir: Ef við spilum okkar leik þá eigum við að vera á toppnum

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

„Við unnum, það var öðruvísi," sagði Arnar Birkir Hálfdánarson, himinlifandi með sigur ÍR gegn Val í kvöld en það var fyrsti sigur liðsins síðan 24.september.

Arnar Birkir átti fínan leik og skoraði sex mörk og var markahæstur ÍR-inga. Hann segir engu skipta á móti hverjum ÍR-ingar spila, þeir eiga að vinna, spili þeir sinn leik.

„Það skiptir engu máli, ef við spilum okkar leik þá eigum við að vera á toppnum."

Hann segist hafa fundið að það styttist í sigurinn.

„Við hefðum átt að vinna ÍBV en við töpuðum því niður, þetta var alltaf að fara að koma."

Arnar fékk tvær mínútur undir lokin og fékk ekki að vera með í síðustu sóknunum en ÍR-ingum tókst að klára dæmið.

„Það var hrikalega stressandi en við settum hann einum færri, það var mjög gott.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.