*

Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Einar Hólmgeirs: Ég hef nú ekki misst svefn en fer glaðari á koddann

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

ÍR vann sinn fyrsta leik síðan í september í kvöld er þeir unnu virkilega góðan sigur á Val á Hlíðarenda. ÍR var yfir allan leikinn og unnu að lokum sanngjarnan sigur.

Einar Hólmgeirsson, þjálfari liðsins, sagði að loka mínúturnar höfðu verið öðruvísi en í undanförnum leikjum og því vannst leikurinn.

„Síðustu mínúturnar, þær breyttust, við erum að tapa mörgum leikjum með einu marki. Við vorum yfir allan leikinn og það vantaði herslumuninn oft í vetur."

Daníel Berg Grétarsson kom sterkur inn í lið ÍR en hann hefur lítið getað spilað undanfarin ár vegna meiðsla. Einar glímdi sjálfur við meiðsli á sínum ferli og veit hann hvað Daníel er að ganga í gegnum en hann var afar sáttur við sinn mann í leiknum.

„Ég get sett mig í spor Danna og ég get ýmindað mér hvernig honum líður núna, hann er ekki alveg klár en hann er klár í þetta verkefni. Hann var gríðarlega mikilvægur í dag og ég er ánægður fyrir hans hönd."

Hann segir ÍR-liðið geta unnið hvaða lið sem er, spili þeir sinn leik.

„Klárlega, Valsarar eru með frábært lið og eru í toppbaráttunni, við höfum verið að spila vel í flestum leikjum sem við höfum tapað."

Hann var að vonum ánægður með að hafa loksins unnið leik eftir erfiðar vikur og mánuði.

„Ég hef nú ekki misst svefn yfir þessu en ég fer glaðari á koddann í dag."

Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan.