*

Miðvikudagur, 25. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Tveir leikmenn Fram með slitið krossband – Ekki meira með í vetur

Mynd: Heimasíða Fram.

Mynd: Heimasíða Fram.

Kvennalið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli fyrir komandi átök í Olís-deild kvenna því tveir leikmenn liðsins eru líklega með slitið krossband.

Hafdís Shizuka Iura meiddist í leik liðsins gegn Roman frá Rúmeníu og nú hefur komið í ljós að hún er að öllum líkindum með slitið krossband.

Þá varð annar leikmaður liðsins, Karólína Vilborg Torfadóttir, fyrir því óláni að slíta krossband nýverið. Hún var nýbyrjuð að æfa aftur eftir krossbandaslit en krossbandið hélt ekki og slitnaði aftur.

Hvorug þeirra mun spila meira með liðinu í vetur