*

Miðvikudagur, 25. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ljónin unnu refina í Íslendingaslag

Rhein-Neckar LöwenRhein-Neckar Löwen hafði betur gegn Fuchse Berlin þegar liðin mættust í Íslendingaslag í þýska handboltanum í gærkvöldi.

Lokatölur í leiknum urðu 28-26, Löwen í vil. Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað hjá liðinu.

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Berlínarliðið en Erlingur Richardsson þjálfar félagið.

Ljónin eru í efsta sætinu með 28 stig en Refirnir eru í fimmta sætinu með 19 stig.