*

Þriðjudagur, 24. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Þorgerður Anna nálgast endurkomu

Mynd: Hilmar Þór

Mynd: Hilmar Þór

Handknattleikskonan Þorgerður Anna Atladóttir er öll að koma til eftir erfið meiðsli. Útlit er fyrir að hún muni spila sinn fyrsta leik í rúma átta mánuði á næstu dögum.

Þorgerður, sem leikur með HC Leipzig í Þýskalandi, hefur verið afar óheppin með meiðsli undanfarið. Eftir langvarandi axlarmeiðsli snéri hún aftur á völlinn fyrir um níu mánuðum síðan en varð þá fyrir því óláni að slíta kroddband.

Hún greindi frá því á Facebook síðu sinni í morgun að hún hafi tekið þátt í fyrstu fullu æfingunni sinni og stefni á að spila sinn fyrsta leik eftir nokkra daga.