*

Þriðjudagur, 24. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ísak Rafnsson enn meiddur – Gæti þurft að fara í aðgerð

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Ísak Rafnsson, leikmaður FH í handknattleik, gæti þurft að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann undanfarið.

Ísak hefur ekkert spilað með liðinu í undanförnum leikjum vegna mjaðmameiðsla og óttast menn hjá FH að hann þurfi á aðgerð að halda.

Hann gæti þá verið frá í einhverja mánuði en það á enn eftir að koma í ljós hversu umfangsmikil aðgerðin yrði.

Ísak hefur spilað tíu leiki fyrir FH í vetur og skorað 20 mörk,