*

Mánudagur, 23. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ólafur Guðmundsson aftur til Kristianstad

Ólafur GuðmundssonHandknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur samið við sænska liðið Kristianstad á ný. Þangað fer hann frá þýska liðinu Hannover,

Ólafur lék með Kristianstad áður en hann samdi við Hannover sumarið 2014. Hjá þýska liðinu var hann hinsvegar ansi óheppinn með meiðsli og náði aldrei að festa sig almennilega í sessi hjá liðinu.

Ólafur spilaði afar vel fyrir Kristianstad á sínum tíma og ákvað að slá til og snúa til baka þegar hann heyrði að sænska liðið hefði áhuga á að hann hann til liðs við sig á ný.

Hann mun halda beint til Svíþjóðar og gæti leikið sinn fyrsta leik um næstu helgi. Hann fær hinsvegar ekki leikheimild með liðinu í Meistaradeildinni fyrr en um áramótin.