*

Mánudagur, 23. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Botnbaráttan harðnar Olís-deild karla

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Botnbaráttan er orðin æsispennandi í Olís-deild karla í handknattleik og eftir sigur Víkings gegn FH í gær harðnar baráttan enn frekar.

Botnlið Víkings hafði í gærkvöldi betur gegn FH, 30-27, og má með sanni segja að það hafi hleypt enn meira lífi í baráttuna um sæti í deildinni á næsta tímabili.

Þrátt fyrir sigur Víkings er liðið enn í neðsta sætinu með sex stig. ÍR-ingar eru svo með níu stig eftir að hafa einungis náð í eitt stig í seinustu tíu leikjum. FH og Akureyri eru svo með tíu stig og Grótta er með 12 stig.

Akureyri hefur leikið 13 leiki, Grótta, FH og ÍR hafa spilað 14 leiki og Víkingur 15 leiki.

Tvö lið munu falla úr deildinni í vor og því til mikils að keppa.