*

Sunnudagur, 22. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Stórglæsilegur seinni hálfleikur dugði ekki til – Plús og mínus frá Ásvöllum

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Haukar fengu franska liðið Saint-Raphael í heimsókn í EHF bikarnum í kvöld en Arnór Atlason leikur með liðinu.

Flestir bjuggust við öruggum sigri Frakkana en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar heima fyrir.

Haukar byrjuðu leikinn hins vegar af miklum krafti og komust í 4-1 og litu vel út. Þá tóku Frakkarnir leikhlé og breyttist staðan þá og komust Saint-Raphael yfir og höfðu 15-10 forskot í hálfleik. Haukar spiluðu hins vegar frábærlega í seinni hálfleik og náðu að jafna leikinn þegar skammt var eftir. Alexandru Viorel Simicu skoraði hins vegar síðasta mark leiksins og tryggði gestunum 28-29 sigur.

Plúsar:

Haukar byrjuðu af miklum krafti og komust í 4-1 snemma leiks.

Haukar voru fimm mörkum undir í hálfleik en þeir náðu að jafna leikinn í seinni hálfleik og sýndu þvílíkan karakter og voru óheppnir að tapa leiknum.

Janus Daði var mjög góður í liði Hauka og skoraði sjö mörk og áttu varnarmenn gestanna oft erfitt með hann.

Gaman að sjá Arnór Atlason spila handbolta hér á landi.

Seinni leikurinn verður mögulega hörkuleikur en Haukar eru alls ekki búnir að vera í keppninni.

Goggi Mourkunas í marki Hauka átti mjög góðan leik þegar hann komst í gang.

Mínúsar:

Haukar voru óheppnir að vinna ekki leikinn.