*

Sunnudagur, 22. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Janus Daði: ,,Er alveg að fara að gráta"

janusJanus Daði Smárason átti góðan leik og skoraði sjö mörk þegar Haukar töpuðu naumlega gegn St. Raphael í 3. umferð EHF bikarsins í handknattleik. Hann ræddi við okkur eftir leikinn.

„Ég er hrikalega fúll og alveg að fara að gráta bara. Það eru samt fín úrslit að tapa bara með einu marki, nú þurfum við bara að vinna með tveimur í seinni leiknum," sagði Janus eftir leikinn.

„Við fórum með mikið af dauðafærum í fyrri hálfleiknum og svo kasta ég boltanum frá okkur undir lokin þegar leikurinn var jafn. Svo leyfðum við þeim að skjóta og tryggja sér sigurinn."

Þá segir hann gott að vera ennþá inni í einvíginu fyrir seinni leikinn. „Það kom ekki til greina að ferðast til Frakkland með tíu mörk í mínus.