*

Sunnudagur, 22. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Gunnar Magnússon: „Leikur sem strákarnir munu rifja upp á elliheimilinu"

Mynd: Þorsteinn Haukur

Mynd: Þorsteinn Haukur

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sína menn eftir eins marks tap gegn St. Raphael í fyrri leik liða í 3. umferð EHF bikarsins í handknattleik.

„Þetta var frábær leikur og ég er hrikalega ánægður með liðið. Það kom kafli í fyrri hálfleik sem ég var ekki ánægður með. Seinni hálfleikurinn var svo stórkostlegur af okkar hálfu," sagði Gunnar eftir leikinn og hélt áfram.

„Strákarnir voru í rauninni klaufar. Við köstuðum boltanum frá okkur undir lokin þegar við hefðum getað komist yfir."

Hann segir að svona verkefni gefi liðinu mikla reynslu. „Við ætluðum að ná í sigur og það tókst næstum því. Það sem stendur eftir er frábær reynsla og að við spiluðum hrikalega vel. Við munum búa að þessu í framtíðinni."

„Það eru svona leikir sem strákarnir munu rifja upp þegar þeir eru komnir á elliheimili."