*

Sunnudagur, 22. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Arnór Atla: Ánægður að þeir sáu að það er spilaður hörkuhandbolti hérna heima

Arnór AtlasonArnór Atlason, leikmaður Saint-Raphael var þokkalega sáttur eftir eins marks sigur sinna manna gegn Haukum í dag.

Frakkanir voru fimm mörkum yfir í hálfleik en unnu að lokum eins marks sigur eftir hörkuspennandi seinni hálfleik.

„Vonandi dugar þetta okkur til að komast áfram, það er nóg að vinna heimaleikinn. Við erum ekki sáttir við seinni hálfleikinn, við erum komnir fimm mörkum yfir í hálfleik og þá eigum við að klára þetta stærra."

„Þetta eru 120 mínútur, 60 eftir og auðvitað verðum við að fara áfram."

Arnór viðurkennir að sitt lið hafi verið værukært í seinni hálfleik.

„Það var eitthvað spennufall eftir að við komumst fimm yfir, það gerist."

Hann var glaður að Haukar sönnuðu að handboltinn á Íslandi er góður.

„Ég bjóst við hörkuleik, ég var alveg viss um að þetta yrði erfitt, ég var búinn að segja mínum mönnum að búast við hörkuleik. Ég er bara ánægður að þeir fengu að kynnast því að það er spilaður alvöru handbolti heima á Íslandi."

Viðtalið við Arnór má sjá í heild sinni hér að neðan.