*

Laugardagur, 21. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Valur vann nauman sigur á Seltjarnarnesi

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

Valur hafði betur gegn Gróttu í eina leik dagsins í Olís-deild karla en leikið var á Seltjarnarnesi.

Heimamenn í Gróttu voru sterkari í fyrri hálfleiknum, náðu mest þriggja marka forystu, og voru einu marki yfir í hálfleik 12-11.

Seinni hálfleikurinn var jafn og skemmtilegur og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokamínútunni. Að lokum voru það valsmenn sem reyndust sterkari og unnu að lokum nauman tveggja marka sigur, 26-24.

Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur hjá Val með níu mörk og Hlynur Morthens varði 12 skot í markinu. Hjá Gróttu var Daði Laxdal Gautason markahæstur með níu mörk og Lárus Helgi Ólafsson varði átta skot.