*

Föstudagur, 20. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Selfoss hafði betur gegn FH

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Selfoss hafði betur gegn FH í eina leik kvöldsins í Olís-deild kvenna en leikið var í Kaplakrikanum.

Gestirnir frá Selfossi voru betri í fyrri hálfleiknum og voru fimm mörkum yfir að honum loknum, 14-9.

FH-ingar sóttu í sig veðrið í seinni hálfleiknum en það var samt Selfossliðið sem fór með sigur af hólmi. Lokatölur 27-25.

Adina Ghidoarca og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoruðu sitthvor átta mörkun fyrir Selfoss en hjá FH voru Fanney Þóra Þórsdóttir og Steinunn Snorradóttir markahæstar með fimm mörk hvor.