*

Föstudagur, 20. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Leikmaður Akureyringa fær rautt spjald fyrir litlar sakir eftir tæpa mínútu

Mynd frá leiknum í kvöld. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

Mynd frá leiknum í kvöld. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

Akureyri hafði betur gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Akureyringar misstu þó mann af velli með beint rautt spjald eftir tæpa mínútu fyrir vægast sagt ansi litlar sakir.

Halldór Logi Árnason var þá sendur í sturtu þegar einungis 45 sekúndur voru liðnar af leiknum fyrir brot á Einari Rafni Eiðssyni, leikmanni FH. Dómarar leiksins töldu að Halldór hefði gefið Einari olnbogaskot í andlitið en í endursýningum sést greinilega að svo er alls ekki,

Einar virðist þá hreinlega hlaupa á bakið á Halldóri en dómarar leiksins, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, ráku Halldór af velli.

Til allrar hamingju fyrir heimamenn kom rauða spjaldið ekki að sök því Akureyri náði í mikilvæg tvö stig í botnbaráttunni.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.