*

Föstudagur, 20. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

ÍBV tók bæði stigin í Austurberginu – Ófarir ÍR halda áfram

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

ÍBV hafði betur gegn ÍR í eina leik dagsins í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

Fyrirfram máttu búast við hörkuleik enda hefur báðum liðum gengið illa undanfarið og þurftu nauðsynlega á stigunum að halda. Heimamenn í ÍR voru heilt yfir betri í fyrri hálfleiknum og náðu mest fjögurra marka forystu. Eyjamenn áttu hinsvegar góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og staðan að honum loknum jöfn, 14-14.

Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi en ÍBV var yfirleitt skrefinu á undan. Eftir ansi spennandi lokamínútur unu Eyjamenn að lokum nauman eins marks sigur, 27-26 og fjögurra leikja taphrinu Eyjamanna því lokið. ÍR-ingar eru hinsvegar áfram í tómu tjóni og hafa einungis náð í eitt stig í seinustu tíu leikjum.

Kári Kristján Kristjánsson og Einar Sverrisson foru markahæstir hjá ÍBV í kvöld með sitthvor sex mörkin og þá varði Kolbeinn Aron Arnarsson níu skot í markinu.

Hjá ÍR skoruðu Sturla Ásgeirsson og Ingvar Heiðmann Birgisson fimm mörk og í markinu vörðu Arnór Freyr Stefánsson og Svarar Már Ólafsson sitthvor sjö skotin.