*

Föstudagur, 20. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Eyjamenn heimsækja ÍR í kvöld

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Einn leikur fer fram í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR tekur þá á móti ÍBV í Austurberginu.

Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið. Eyjamenn hafa tapað fjórum leikjum í röð og hafa undanfarið fjarlægst toppbaráttuna. ÍR-ingar eru svo komnir í fallsæti eftir að hafa einungis náð í eitt stig í seinustu níu leikjum.

Það er því mikið undir í leik kvöldsins enda þurfa bæði lið nauðsynlega á stigum að halda.

Leikurinn hefst klukkan 18:00.