*

Laugardagur, 28. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Haukar og Akureyri geta haft sætaskipti í dag

Mynd: Heiða

Mynd: Heiða

Einn leikur fer fram í Olís-deild karla í handknattleik í dag en þá taka Haukar á móti Akureyringum.

Liðin eru á svipuðum stað í deildinni, Haukar eru í 5. sæti með 24 stig en Akureyringar eru einungis einu stigi á eftir. Akureyringar eru í sjöunda sæti deildarinnar og fara upp fyrir bæði Eyjamenn og Hauka í dag með sigri.

Haukar geta hinsvegar minnkað forskot FH í fjórða sætinu niður í tvö stig með sigri.