*

Laugardagur, 28. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Grótta getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Heil umferð fer fram í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Grótta mun að öllum líkindum tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir norðan.

Gróttustúlkum nægir eitt stig í seinustu tveimur leikjunum til þess að tryggja sér sigur í deildinni og allt bendir til þess að liðið nái að minnsta kosti stigi gegn KA/Þór.

Þá eru aðrir áhugaverður leikir á dagskránni og má þar helst nefna viðureign ÍBV og Stjörnunnar.

Leikir dagsins:
Kl. 13:30 KA/Þór – Grótta
Kl. 13:30 ÍBV – Stjarnan
Kl. 13:30 Fylkir – HK
Kl. 13:30 Selfoss – ÍR
Kl. 13:30 Haukar – Valur
Kl. 13:30 FH – Fram