*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Verða Gróttustrákar deildarmeistarar í kvöld?

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Það er ekki bara spenna fyrir viðureign KR og Hamranna í 1. deildinni í handknattleik í kvöld því Gróttudrengir geta orðið deildarmeistarar þegar þeir mæta Mílunni á Selfossi.

Gróttuliðið er ósigrað í vetur og er með þriggja stiga forystu þegar tveir leikir eru eftir af deildinni. Sigur í kvöld tryggir því Deildarmeistaratitilinn og sæti í Olís-deildinni að ári.

Víkingur er eina liðið sem enn getur náð Gróttu og liðin mætast einmitt í lokaumferðinni. Ef Grótta misstígur sig í kvöld gætum við því fengið úrslitaleik í lokaumferðinni.