*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Tekur Aron Kristjáns aftur við Haukum

Mynd: Heiða

Mynd: Heiða

Aron Kristjánsson, þjálfari danski liðsins Kolding og íslenska landsliðsins, gæti verið á heimleið til að taka aftur við liði Hauka.

Fimmeinn.is greinir frá þessu í dag en samkvæmt heimildum þeirra hefur Aron gefið sér frest fram yfir helgi til að svara tilboði Hauka.

Patrekur Jóhannesson mun hætta með Haukaliðið eftir tímabilið og er Aron efstur á óskalista liðsins. Þá hefur Gunnar Magnússon einnig verið nefndur til sögunnar sem næsti þjálfari Hauka.