*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Sannkallaður úrslitaleikur í Vesturbænum í kvöld – KR og Hamrarnir berjast um umspilssæti

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Það verður sannkallaður stórleikur og úrslitaleikur í 1. deildinni í handbolta er KR og Hamrarnir takast á um sæti í umspili til að komast í Olís deild karla.

Liðin eru jöfn af stigum þegar tveir leikir eru eftir og eru bæði með 21 stig. Hamrarnir hafa til þessa unnið báða leiki liðanna og eru því yfir í innanbyrðis viðureignum.

KR verður því að vinna ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast í Olís deildina. Með sigri myndu Hamrarnir tryggja sætið sitt í umspilinu og því er allt undir.

Það fara fjórir leikir fram í kvöld en öll augu verða á Vesturbænum.

19.30 KR – Hamrarnir
19.30 Mílan – Grótta
19.30 Víkingur – Selfoss
19.30 Þróttur – Fjölnir