*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Miklar breytingar meðal þjálfara í Olís-deild kvenna

Mynd: Handkn.deild Hauka

Mynd: Handkn.deild Hauka

Nú er ljóst að það verður talsvert um þjálfarabreytingar meðal liða í Olís-deild kvenna í handknattleik fyrir næstu leiktíð.

HK tilkynnti í gær að Hilmar Guðlaugsson myndi hætta með liðið eftir tímabilið en HK er þar með sjötta liðið sem skiptir um þjálfara.

Fyrir var búið að tilkynna að Björgvin Rúnarsson myndi hætta með ÍR og hann hefur nú þegar látið af störfum. Halldór Harri Kristjánsson hættir með Hauka og hjá nágrönnum þeirra í Hafnarfirði mun Halldór Jóhann Sigfússon þjálfa bæði karla og kvennalið félagsins á næstu leiktíð.

Þá mun Alfreð Finnsson taka alfarið við Valsmönnum í sumar og Jón Gunnlaugur Viggósson hættir með ÍBV.